Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Ekki bara Bond
30.9.2007 | 14:08
Þó að Louis Maxwell verði vissulega helst minnst fyrir Miss Moneypenny í Bond myndunum lék hún í nokkrum fínum myndum sem vert er að nefna.
Þar fer fremst í flokki að mínu áliti "The Haunting" frá 1963 sem að mínu áliti er ein besta hrollvekja allra tíma ásamt "The Exorcist". Einnig man ég eftir henni í ágætri Agatha Christie mynd sem hét "Endless night". Einnig lék hún í mynd Stanley Kubrick "Lolita".
En í hugum allra verður hún alltaf Miss Moneypenny og á sess í kvikmyndasögunni þar :-)
Moneypenny" látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heima er best
27.9.2007 | 23:08
Ég fór á setningu kvikmyndahátíðar í kvöld. Eftir nokkrar misskemmtilegar ræður var frumsýnd heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar um landið í fyrra. Myndin hetir "Heima" og var alveg frábær!
Þessi mynd er mjög vel heppnuð. Hún lýsir tónleikaferðinni mjög vel en hún verður einhvernveginn ekki aðalatriðið. Landið verður í forgrunni og ég hef aldrei séð jafnfallega mynd um Ísland. Hún er þjóðleg án þess að vera þjóðremba. Maður er bæði glaður og sorgmæddur að horfa á landið. Glaður yfir náttúrufegurðinni og fólkinu. Það vað æðislegt að sjá fólk á öllum aldri á tónleikum og við leik og störf. Sorgmæddur yfir því hve margar byggðir eru að deyja og margar sem eru lagðar í auðn. Einnig yfir náttúruspjöllum vegna stóriðju. Myndin sýndi allar þessar hliðar án þjóðrembu og ég held við sjáum varla betri landskynningu. Myndin er á ensku og alveg víst að þessi mynd á eftir að auka hróður Íslands enn meir á erlendri grund.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Skapandi fólk í fallegu landi. Frábær tónlist, góð hljómgæði,
Til hamingju Sigur Rós og takk fyrir mig :-)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10 Athyglisverðustu íslensku plötur ársins
26.9.2007 | 22:33
Nú þegar líður að 4 ársfjórðungi 2007 er vert að skoða hvaða íslensku plötur eru athyglisverðastar á árinu. Svona við fyrstu skoðun virðast mjög margar góðar plötur hafa komið út og er enn aðal útgáfutíminn eftir.
Hér er listi í stafróðsröð yfir 10 athyglisverðustu plöturnar hingað til að mínu mati.
Gaman væri að fá komment frá ykkur kæru bloggvinir. Sérstaklega gaman að tékka á plötum sem þið teljið eiga heima á þessum lista.
Björk - Volta
Gus Gus - Forever
Hörður Torfa - Jarðsaga
I Adapt - Chainlike burden
Jan Mayen - So much better than your normal life
Mínus - Great Northern whalekill
Múm - Go go smear the poison ivy
Ólöf Arnalds - Við og við
Skátar - Ghosts of the bollocks to come
Soundspell - An ode to the umbrella
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Munið þið eftir...
26.9.2007 | 21:12
...Airheads myndinni. Frábær mynd þar sem Steve Buscemi Adam Sadler og Brendan Fraser tóku útvarpsstöð í gíslingu til að spila demóið sitt
Þetta atriði vær frábært
Chazz: Who'd win in a wrestling match, Lemmy or God?
Chris Moore: Lemmy.
[Rex imitates a game show buzzer]
Chris Moore: ... God?
Rex: Wrong, dickhead, trick question. Lemmy *IS* God.
Hér er svo lag úr myndinni með Motorhead (En ekki hverjum) Ice-T og Whitfield Crane
Born to raise hell, Elska þetta lag
Rokk og roll
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki kominn tími á....
21.9.2007 | 22:45
.... nokkur 70's myndbönd! Glam rokk er þemað
Mæli sérstaklega með Mud myndbandinu!
Slade-Far far away
Sweet-Ballroom Blitz
Mud-Tiger Feet
Það er erfitt að toppa þetta
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Karl R. Emba
20.9.2007 | 19:35
Ég tók eftir að Hörður Torfa er búinn að gefa út nýja plötu. Fæ hana væntanlega á morgun og hlakka til að heyra hana. Ég ber mikla virðingu fyrir Herði sem söngvaskálds eins og hann vill kalla sig.
Ég man þegar ég var yngri þá var okkur krökkunum hótað að senda Hörð Torfa á okkur ef við værum ekki þæg. Hann var fyrstur íslendinga til að viðurkenna opinberlega að hann væri samkynhneigður og þurfti að flýja land vegna ofsókna sem hann hlaut vegna þess.
Síðan þegar maður komst til vits og ára og lærði að samkynhneigt fólk er alveg jafngott og slæmt eins og "við öll hin" þá er mér hugsað til þessa tíma þegar við börnin voru hrædd til hlýðni með svona fordómum, Tek samt fram að foreldrar mínir notuðu þetta ekki.
Síðan eftir að ég byrjaði í tónlistarbransanum og kynnist Herði persónulega varð þessi æskuminning enn fáráðlegri.
Einn skemmtilegasti texti Harðar finnst mér alltaf þessi hér:
Karl R. Emba
Hörður Torfa
Ég er fæddur hjá frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi,
sem laust er við heimskingja, afætur, gula og svarta.
En nú sækir stíft að oss aríum mikill voði og vandi,
þessi vesældarlýður hefur birst hér að betla og kvarta.
Mér finnst ekki rétt þegar heimurinn hagar sér svona.
Hefnd vofir yfir. - Jafnvel forsetinn sjálfur var kona !
Í örvænting minni ég hrópaði á alvaldsins herra:
Hvað get ég gert ! - Svarið það minnti á hnerra.
Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm ! ?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.
Því miður er fluttur í götuna okkar kornúngt kynvillingsgrey.
Karlmönnum, einsog mér, verður illt við það eitt að sjáann.
Ég spurðann útí búð svo allir heyrðu hvortann væri hrein mey.
Helvítis auminginn roðnaði og mig langaði langmest að slá ann.
Hann dillar sér alveinsog graðnaut með grettum og hlær.
Ég greip hann hér niðrá horni í myrkrinu í gær.
Þegar ég ætlaði að berja ann duglega og kýlann í klessu.
Þá kallaði til mín þessi rödd eins og prestur við messu:
Gefð onum blóm.
Gef onum blóm! ?
Já, gefð onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum.
Ég er ekki með neina fordóma eða fornaldarviðhorf í neinu.
Aðeins frábrugðinn mönnum sem þora ekki að taka af skarið.
Mér finnst það sjálfgefið viðhorf að halda landinu hreinu,
hreinsa burt mannlífssorann svo við föllum ekki í sama farið
og stórþjóðir margar sem vandann vilja ekki sjá.
Slík viðhorf mega aldrei hérlendis fótfestu ná.
En ef maður segir eitthvað gegn þessum múhameðs durtum og dóti
þá drynur þessi rödd fyrir ofan alltaf á móti.
Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm!?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Klassík
18.9.2007 | 22:26
Ég tók plötuna "Out of our heads" fram í kvöld með Rolling Stones. Þetta er ein af mínum uppáhaldsplötum með Stones. Fyrstu plöturnar þeirra eru svo skemmtilega hráar og kraftmiklar.
Var svo að skoða þetta myndband með þeim. Rosalega voru þeir ungir og snyrtilegir á þessum tíma
Svo fæ ég aldrei nóg af Angie. Þetta er ein besta ballaða allra tíma! Strákarnir eru með rósir á gíturum og Jagger með rós í hnappagatinu
Svo rakst ég á þetta sólólag með Mick Jagger. Þetta hef ég ekki heyrt árum saman.
Rokk og roll
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónleikadónar
15.9.2007 | 12:15
Ég skemmti mér svo vel á Jethro Tull tónleikunum í gær að ég var ekki að láta nokkra hluti pirra mig. En núna eftir á finnst mér vert að geta hvað sumt fólk getur verið ótillitsamt og hreinlega dónalegt á svona samkomum.
Fyrst fyrir utan háskólabíó þá keyrðum við að bílastæði sem var að losna. Þetta var eina lausa stæðið í þessari röð. Ætluðum svo að bakka í stæðið eftir að við hleyptum bíl framhjá sem var að fara. Erum byrjuð að bakka þegar jeppi treður sér framhjá og í stæðið! Maður hefur lesið um að erlendis hafa menn verið lamdir eða verra í umferðinni fyrir svona dónaskap og ég skil það mjög vel. En ég var í svo góðu skapi að ég lét nægja að vorkenna svona mönnum sem vita ekki hvað kurteisi og tilitssemi er. Þetta kemur einhverntímann í hausinn á þeim því ég trúi að menn uppskeri sem þeir sái.
Svo á tónleikunum sjálfum. Fyrir utan þann ótrúlega ósið að mæta of seint á sitjandi tónleika og troða sér í sætin eftir að hljómsveitin er byrjuð, þá er alveg óskiljanlegt að á 3 bekk sat maður fyrir miðju og þurfti að troða sér framhjá öllum í miðju lagi til að fara fram til að ná sér í vínglas! Þetta voru rúmlega tveggja tíma tónleikar með hléi! Kommon ef menn geta ekki setið á sér í klukkutíma án þess að bæta í glasið sitt þá eiga menn að sitja heima!
Takk aftur Performer og Tull fyrir æðislega tónleika :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég skemmti mér...
14.9.2007 | 23:32
...rosalega vel á þessum tónleikum. Í fyrsta lagi vill ég þakka sveitinni og tónleikahöldurum fyrir að halda svona tónleika í háskólabíó. Það er mikil upplifun að horfa á svona snillinga í nærmynd :-)
Ian Anderson var í fantastuði, reytti af sér brandarana og spilaði guðdómlega á flautuna. Röddin var ekki alveg í besta standi en að öðru leyti var hann óaðfinnanlegur. Hann meir að segja stendur á einni löpp ennþá :-)
Hann þreyttist ekki á að gera grín af aldri sínum og tónleikagesta og þegar hann hafði spilað fyrstu 2 lögin sem voru frá 1968 tilkynnti hann tónleikagestum að hann ætlaði að færa sig nær nútímanum og flutti lag frá 1969 :-)
Útsetningin á Aqualung var frekar skrítin og ég viðurkenni að hafa frekar vilja heyra útgáfu nær upprunanlegu útgáfunni en hann bætti það upp með frábærum útgáfum af t.d. Thick as a brick, Bouree, Living in the past, Budapest, Jack in the green o.fl o.fl o.fl.
Takk fyrir góða skemmtun :-)
Jethro Tull skemmti sér og öðrum í Háskólabíói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Smá upphitun
13.9.2007 | 20:52
Fyrir Jethro Tull tónleikana annað kvöld. Hlakka mikið til. Ég sá Jethro Tull á Skagarokki fyrir nokkrum árum en missti af Ian Anderson tónleikunum í höllinni.
Frábært að fá að sjá þessa sveit í litlum sal eins og háskólabíó. Ég náði miðum á 4 bekk fyrir miðju þannig að betra getur það varla verið
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)